Færsluflokkur: Bloggar

Blessuð sé minning Gylfa.

Eflaust muna margir eftir þessu: https://youtu.be/v-u2NMzaduE?si=GuGz27g_8u7bQijm

 

Margar minningar æskunnar tengdar Gylfa, órjúfanlegum böndum.

 

 


mbl.is Andlát: Gylfi Pálsson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er brotsaðilinn 2 ára?? Nei, nú hefur einhver gleymt að fá sér kaffibolla...

Í dómi Lands­rétt­ar er vísað til ungs ald­urs manns­ins, Maxence Paul Daniel Johann­es, en hann er fædd­ur árið 2022. Einnig að hann hafi játað brot sitt og verið sam­vinnu­fús við lög­reglu.


mbl.is Milduðu dóm vegna kókaínsmygls í niðursuðudósum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættuástand - 650.000 kr. á hvert sængur- og kodda sett?

117 milljónir í hagnað - Á bakvið hagnaðinn er sala á 180 sængum og koddum.

Skv. þessu þá hefur hvert sett (ein sæng og einn koddi) kostað að meðaltali um 650.000 kr.


Þetta hljóta að þykja stórfréttir en skapa um leið mögulegt hættuástand. Margir muna eflaust eftir minkabúinu, sem min(n)kaði og min(n)kaði þar til það var búið.

 

Munu nú allir Íslendingar rjúka upp til handa og fóta og byrja að framleiða sjálfbærar dúnvörur?


Nema einhverjum hjá mbl.is hafi orðið fótaskortur á lyklaborðinu og þetta hafi í raun og veru átt að vera 1.800 sængur og koddar?


Sem þýðir samt um 65.000 kr. pr. sett af sæng og kodda.


Vonandi var þetta innsláttarvilla, annars gætum við verið í djúpum dún.

 

 

 

 

 


mbl.is Dúnsængur fyrir 120 milljónir kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sóttkvíarhótelum breytt í farsóttarhús...

„Frá miðnætti hefur fólki verið frjálst að taka sína sóttkví út UTAN sóttkvíarhótela, jafnvel þó það komi til landsins frá ÁHÆTTUSVÆÐUM!?“
 
Covid-19 smitaðir einstaklingar sem eiga að vera í sóttkví munu nú verða ´út um allt´ - í verslanamiðstöðvum, börum og svo framvegis.
 
Síðan hvenær hefur fólk virt sóttkví, ef það kemst upp með að gera það ekki?!
 
Hér er síðari af tveimur heimskulegustu ´kóvita´ aðgerðunum í framkvæmd í beinni útsendingu.
 
Sú fyrri var að testa ekki fólk frá ´vissum´ löndum við komuna til landsins. En þessi sprengir heimskuskalann!
 
Verður ´spennandi´ að sjá hvort hér sé í raun verið að gera allt sem þarf að gera til þess að meiriháttar Covid-19 smit-bylgja fari af stað...
 
Nú sjáum við hversu teygjanlegt hugtakið hjarðónæmi er.
 
Vonandi hafa Þórólfur og Co. rétt fyrir sér.
 
Sjálfur óska ég þess innilega að ekki fari á versta veg, enda á ég marga ættingja sem enn eru ekki með mótefni við Covid-19 (annað hvort vegna bólusetningar eða eftir að hafa smitast).

mbl.is 17 vélar lenda – Morgundagurinn prófsteinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sama gildir oft um sölu(umboðs)aðila eins og PayPal!

Kannski ágætt að vekja athygli fólks á því að sama gildir um ýmsa sölu- og/eða söluumboðsaðila á netinu eins og til dæmis PayPal.

Vakti athygli á þessu á Twitter: https://twitter.com/SolviSays/status/1181545277204901888


mbl.is Ekki falla í þessa ferðamannagildru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viður og Vindur...

Félagarnir Viður og Vindur unnu saman á smíðaverkstæði sem nemar. Einn föstudag voru þeir mjög léttir í skapi og ákváðu að bregða á leik. Viður gleymdi sér aðeins í gleðinni og batt Vind fastan við súlu. Allt í einu kom "kallinn" inn og varð alveg brjálaður. Eftir að hafa heyrt lýsingu á atburðarásinni þá leysti hann Vind og rak Við!

 

Það virðist ekki vera mikil sjálfs"Efling" lægra settra starfsmanna í gangi hjá Eflingu!

 

 


mbl.is Staðfestir að frásögn Þráins sé rétt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta 'setup-ið' fyrir næsta 'bankarán?' (Mogga bloggið virðist ekki leyfa íslenskar kommur í fyrirsögn)

Er þetta „setup-ið“ fyrir næsta „bankarán?“ 


Flóknir útreikningar - Banka­sýsla rík­is­ins, sett á stofn fyrir TÍU árum - til FIMM ára = Enn ból­ar ekk­ert á til­lögu nefndarinnar varðandi sölu ríkisbankanna.

 

Beðið eftir því að virði bankanna lækki, svo eru þeir seldir vinum og kunningjum (inn- eða erlendum) á lægra verði með vænni vel dulinni umsýsluþóknun?


mbl.is Verðmæti ríkisbanka gæti rýrnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki bara á Íslandi sem typpin vega þungt.

Því miður er þetta hnattrænt vandamál sem ekki sér fyrir endann á.

 

Typpavísur

 

ekki sjaldan

  í svona málum
að dómarar hnippi

í löglærðan aðila

en þá helst með typpi

 

hvorki valin aldan

né báran stök

jafnvel þó viðkomandi

   typpalingur

sé með stórmál í knippi

 

Meira um þung typpi, þó erlend séu: https://www.mbl.is/frettir/erlent/2019/03/29/karllaeknar_med_17_prosent_haerri_laun/



 


mbl.is Gagnrýna skipun skiptastjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þung typpi

Typpi vega greinlega þungt í launaskala breska heilbrigðiskerfisins.

 

Hvað er eiginlega í gangi og hvað þurfum við að gera til þess að breyta þessum rugl kynbundna launamisrétti?

 

Ekki eins og það sé kynbundinn munur á kvenkyns og karlkyns læknum, fyrir utan að allir karlmenn eru svín, auðvitað.

 

 

 

 

 

 


mbl.is Karllæknar með 17% hærri laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

CC

Eitthvað á þessa leið? Comedy Central


mbl.is Hollenskar orrustuþotur sendar á loft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband