Sóttkvíarhótelum breytt í farsóttarhús...

„Frá miðnætti hefur fólki verið frjálst að taka sína sóttkví út UTAN sóttkvíarhótela, jafnvel þó það komi til landsins frá ÁHÆTTUSVÆÐUM!?“
 
Covid-19 smitaðir einstaklingar sem eiga að vera í sóttkví munu nú verða ´út um allt´ - í verslanamiðstöðvum, börum og svo framvegis.
 
Síðan hvenær hefur fólk virt sóttkví, ef það kemst upp með að gera það ekki?!
 
Hér er síðari af tveimur heimskulegustu ´kóvita´ aðgerðunum í framkvæmd í beinni útsendingu.
 
Sú fyrri var að testa ekki fólk frá ´vissum´ löndum við komuna til landsins. En þessi sprengir heimskuskalann!
 
Verður ´spennandi´ að sjá hvort hér sé í raun verið að gera allt sem þarf að gera til þess að meiriháttar Covid-19 smit-bylgja fari af stað...
 
Nú sjáum við hversu teygjanlegt hugtakið hjarðónæmi er.
 
Vonandi hafa Þórólfur og Co. rétt fyrir sér.
 
Sjálfur óska ég þess innilega að ekki fari á versta veg, enda á ég marga ættingja sem enn eru ekki með mótefni við Covid-19 (annað hvort vegna bólusetningar eða eftir að hafa smitast).

mbl.is 17 vélar lenda – Morgundagurinn prófsteinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband