25.2.2025 | 11:58
Stórgóð grein, þörf og vel skrifuð.
Of margar þekktar brotalamir eru á hinu illa vanfjármagnaða íslenska geðheilbrigðskerfi þar sem vöntun er á hugvíkkandi viðmóti og einstaklingsbundnum lausnum.
Penninn er í mörgum tilfellum máttugri en sverðið. Það sannar hinn geðþekki Atli Steinn Guðmundsson enn eina ferðina með umfjöllun sem verður að eiga sér stað, öðrum stöðum fremur á Íslandi. Ekkert kerfi er fullkomið en það hafa einfaldlega of margar þekktar brotalamir komið fram varðandi íslenska geðheilbrigðskerfið sem er auk þess illa vanfjármagnað sér í lagi ef tekið er tillit til mikilvægis. Eins og m.a. Geðhjálp hefur bent á þá vantar verulega upp á að notendur taki þátt í að móta kerfið sjálft en til þess þá verðum við öll (ekki síst fagfólk) að vera með opið viðmót. Það er engin ein aðferð sem dugar öllum og því verða allir að vera tilbúnir, rétt eins og Áslaug, til þess að víkka sjóndeildarhringinn (þar er ekki eingöngu átt við notkun hugvíkkandi efna, ekki síður hugvíkkandi viðmóts), því einstaklingsbundnu lausnirnar er ansi oft að finna þar.
![]() |
Langaði ekkert meira en að láta mér batna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning