26.6.2012 | 08:12
Mens sana in corpore sano - Heilbrigð sál í hraustum líkama
Mens sana in corpore sano - Heilbrigð sál í hraustum líkama
Styðjum þau og eins þá sem standa þeim að baki.
Íþróttakempur af öllum aldri og báðum kynjum eru fjárfesting til framtíðarinnar fyrir þjóðina og þjóðarsálina og veitir víst ekki af þessa síðustu og verstu, þegar valdhafar gætu allt eins haft eftir setningu Guðríðar Ósvífursdóttur: "Þeim var ég verst..."
Þessum árangri nær enginn einn, þó einn standi í sviðsljósinu.
Eftir stöndum við stolt af þessum glæsilegu íþróttahetjum okkar sem eru að berjast á opinberum vettvangi — við keppendur sem oft eru með tugmilljóna þjóð sem bakhjarl — fyrir hönd hinnar ótrúlega fámennu (í heildrænu samhengi) íslensku þjóðar.
Það eru væntanlega fá okkar sem getum gert okkur að fullu grein fyrir því hvað þau eru að gera, ekki síður dags daglega frekar en í keppnum og stöðunni sem þau eru í.
Þökk sé verulega bættri aðstöðu, góðum þjálfurum og (hægt og rólega, þó megi gera betur ef duga skal) breyttu viðhorfi okkar til íþróttamanna, með auknum stuðningi bæði almennt sem og fjárhagslega, færast þau hægt og bítandi nær efri hluta listans sem hefur að geyma bestu íþróttamenn í heiminum.
Jafnframt sýnir okkar góða íþróttafólk fram á nær lygilega sérstöðu íslensku þjóðarinnar sem birtist í afrekum á heimsmælikvarða á borð við heimsmeistara í Crossfit og kraftlyftingum (alls ekki síður heims- og Evrópumeistara í frjálsum íþróttum hjá eldri árgöngum og ef það er okkur ekki hvatning þá hvað?), silfurverðlaun íslenska landsliðsins í handbolta á Ólympíuleikunum og lengi mætti áfram telja.
Þó er aldrei að vita hvað gerist á næstu Ólympíuleikum...
Ásdís líklegust til að ná inn í úrslitin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.