VIÐBRAGÐS-tími manneskju eru milli 0.25-.05 sekúndur

Þeir sem hafa reynt að drepa flugu vita að að getur reynst erfitt.

Viðbragðstími flugu er um 0.01 sekúnda en okkar um 0.25-0.5 sekúndur. Að ætla sér að skora körfu á 0.5 sekúndum jafngildir í fyrsta lagi ofur-góðum viðbrögðum (viðbragði) en á sama tíma þyrfti viðkomandi að skjóta beint á körfuna, þ.e. hefði ekki tíma til þess einu sinni að gefa boltann, auk þess yrði boltinn væntanlega einhvern tíma á leiðinni líka.

Því segir það sig sjálft, hverjum heilvita manni, að engu skiptir hvort tímaklukkan hefði verið stillt á 0.5 sekúndur eða ekki.

Ótrúlegur þristur hjá tíunni samt :)


mbl.is Jöfnunartilraun Hauka í Njarðvík (myndskeið)
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Hehehe... Bull...!

0.11 sekúndur... Lastu ekki Morgan Kane...?

Sævar Óli Helgason, 14.2.2012 kl. 20:19

2 Smámynd: Sölvi Fannar Viðarsson

Jú, kannski fyrir utan Morgan Kane, en hann var ekki að spila þetta kvöld ;)

Reyndar var það ótrúlega svekkjandi bæði með Louis Masterson og alls ekki síður Sven Hassel, báðir skrifuðu frábærar bækur/sögur og voru svo sannfærandi í lýsingum sínum að manni fannst maður nær vera á staðnum. Svo kom í ljós að þeir höfðu hvorugur verið á þeim slóðum sem þeir lýstu svo vel. Fannst næstum að maður hefði verið blekktur...

Litli bróðir, Porta, Legjónarinn og fleiri næstum ódauðlegir karakterar Sven Hassels svo maður tali nú ekki um fyrrnefndan Morgan Kane, Apachana, riddaraliðið, konurnar og stormasama ævi hans sem hinn hávaxni maður; vægast sagt hin þögla sterka týpa...

 Reyndar er hægt að mæla viðbragðshraða sinn á:

http://sciencenetlinks.com/interactives/zap.html

:)

Sölvi Fannar Viðarsson, 14.2.2012 kl. 20:33

3 Smámynd: Sævar Óli Helgason

Flottur linkur/síða... Takk...!

Sævar Óli Helgason, 14.2.2012 kl. 20:46

4 identicon

Reglurnar í körfunni eru þannig að leikmaðurinn þarf bara að ná að sleppa boltanum áður en tíminn rennur út og má því vera eins lengi og hann vill á leiðinni í körfuna ;)

Timinn fer ss í gang um leið og fyrsti leikmaðurinn inni á vellinu snertir boltann. María Lind hafði því 0.5 sekundur til að grípa og skjóta og það tekst alltaf annað slagið í körfuboltanum.

Í þetta sinn var hún þó 2/100 hlutum úr sekundu of sein eins og við sjáum hér.

http://leikbrot.is/blog/2012/02/14/harrettur-domur-hja-joni/

Andri (IP-tala skráð) 15.2.2012 kl. 11:37

5 Smámynd: Sölvi Fannar Viðarsson

Maður er alltaf að læra eitthvað, ég hélt nefnilega að tíminn byrjaði um leið og dómarinn flautaði að hefja mætti leikinn??

Sölvi Fannar Viðarsson, 22.2.2012 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband