29.9.2011 | 14:06
Hátt í 30 MILLJÖRÐUM KÍLÓA af fiski er hent árlega — á meðan svelta 25.000 manneskjur til dauða DAGLEGA!?!.
Aðal orsökin fyrir fækkun fisks er líklega ekki bara ofveiðin sbr. "ryksuguveiðina" sem er í gangi t.a.m. hjá ESB heldur að m.a. vegna þess hversu erfitt er að stjórna fiskveiðibákninu, sem hefur m.a. leitt til kvóta"geðveikinnar", þarf að henda miklu magni af fiski, áætlað að það séu hátt í 30.000.000.000 kíló sem er að mestu leyti ætur fiskur. Oftast er um helmingur þyngdar fisksins kjöt.
Það segir okkur að hátt í fimmtán milljörðum kílógramma af mat (fiskikjöti) er HENT! árlega...
Núna eru 6.965.214.539 einstaklinga í heiminum sem gerir hátt um 2 kg af fiskikjöti sem hent er fyrir hvern jarðarbúa á ári. Væri þetta nýtt til fæðu mætti líklega draga talsvert úr þessum 25.000 dauðsföllum vegna hungurs sem eiga sér stað á hverjum einasta degi, allt árið um kring.
Stórhvelin lifa aðallega á svifi sem er ein af undirstöðum fæðukeðju hafsins. Það kemur manni spánskt fyrir sjónir að það geti AUKIÐ magn fisks í sjónum að hafa hvalina svifsjúgandi sí og æ? Maður þarf greinilega að lesa þessa rannsókn.
Þegar stríð "skella á" (enn ein orðfegrunin á því hvernig valdabarátta mannana holdgervist), væri kannski réttara að segja þegar menn fara að myrða hvern annan (já það er líka að myrða þó maður hafi "bara ýtt á takkann" :) vegna þess að þeir geta ekki leyft hvorum öðrum að hafa sínar skoðanir, þeir fá ekki það sem þeir vilja o.s.frv. þá á sér stað sérkennilegt fyrirbæri sem lýsir sér í því að fleiri börn fæðast eftir stríð en annars (kallað "Baby Boom"í BNA, eftir seinni heimstyrjöldina). Ekki nóg með það heldur eru hlutfallslega fleiri drengir en stúlkur sem fæðast eftir stríð?
Skyldi þetta með hvalina og svifið vera svipað? Hvalirnir "skella á" svifið og svifið byrjar að fjölga sér? Nema að hægðirnar frá hvölunum hafi þessi áhrif?
Hvalirnir eru fínir í hafinu og virka eins og ryksugur á mengunina sem við mennirnir missum óvart í sjóinn. Það skyldu þó ekki hafa verið hvalir sem Cree Indíánarnir áttu við þegar þeir sögðu að einungis þegar búið væri að höggva síðasta tréð, eitra síðustu ána, og veiða síðsata fiskinn myndi hvíti maðurinn átta sig á því að peningar eru ekki ætir? En hvað með hlutabréf, skyldu þau frekar vera æt?
En kannski vissu Indíánarnir ekki hvað hlutabréf eru eða að hvalir eru spendýr? Talandi um spendýr; eitt það besta sem ég fæ er Hrefnusteik og þá er ég ekki að tala um grunnskólastærðfræði kennarann minn það eru fáar máltíðir sem mér líður betur af en dæmi hver fyrir sig. Ég þekki samt fullt af fólki sem hefur ekki einu sinni bragðað á hvalkjöti?
Einu sinni kom "The Keiko Foundation" stjórnin saman á veitingahúsi í Reykjavík. Kunningi minn var yfirþjónn þar og ákvað að gera þeim smá grikk. Hann fékk að stjórna því hvað þau borðuðu og gaf þeim að sjálfsögðu Hrefnu-carpaccio í forrétt! Eftir að þau höfðu lokið við að borða allan matinn spurði einn stjórnarmeðlima af rælni hvaða gómsæta carpaccio þetta hefði verið, "var þetta nokkuð hreindýr?" spurði hann og strauk á sér bumbuna. Þegar þjónninn sagði þeim sannleikann bliknuðu sum af þeim og blánuðu! Tveir aðilar hlupu á klósettið og sögðust hafa kastað upp, "Oh my God, we ate Keiko!" Hljóta þau að hafa verið að hugsa ;)
Þegar ég var yngri voru bandarísk skólabörn spurð hvorn málstaðinn þau myndu frekar styrkja ef þau ættu (minnir mig) fimm dollara, að bjarga hvölunum eða styrkja sveltandi börn í Afríku og meirihlutinn vildi bjarga hvölunum. Skynsöm börnin í Ameríku, og kannski pínu skyggn, því það var ekki fyrr en miklu síðar að það var sýnt fram á að allir peningarnir sem gefnir voru til styrktar hungruðum enduðu ekki á matarborðinu hjá þeim sem voru að deyja úr hungri heldur endaði stór hluti þeirra í vösum spilltra embættismanna.
Eins og ég sagði, maður verður að lesa þessa rannsókn...
Fjölga hvalir fiskum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.