Hættuástand - 650.000 kr. á hvert sængur- og kodda sett?

117 milljónir í hagnað - Á bakvið hagnaðinn er sala á 180 sængum og koddum.

Skv. þessu þá hefur hvert sett (ein sæng og einn koddi) kostað að meðaltali um 650.000 kr.


Þetta hljóta að þykja stórfréttir en skapa um leið mögulegt hættuástand. Margir muna eflaust eftir minkabúinu, sem min(n)kaði og min(n)kaði þar til það var búið.

 

Munu nú allir Íslendingar rjúka upp til handa og fóta og byrja að framleiða sjálfbærar dúnvörur?


Nema einhverjum hjá mbl.is hafi orðið fótaskortur á lyklaborðinu og þetta hafi í raun og veru átt að vera 1.800 sængur og koddar?


Sem þýðir samt um 65.000 kr. pr. sett af sæng og kodda.


Vonandi var þetta innsláttarvilla, annars gætum við verið í djúpum dún.

 

 

 

 

 


mbl.is Dúnsængur fyrir 120 milljónir kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 25. maí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband