Hvaða rugl er það, að viðurkenna þetta ekki sem íþrótt?!?

Hvern þurfum við að kaffæra í bréfum til þess að fá það í gegn? (Spurði ég í gærkvöldi)

Maður að nafni Bárður Smárason benti mér þá á (á Facebook) að byrja þurfi á því að fá aðild að ÍSÍ og að þeir sem stundi Crossfit séu í sama veseni og Mjölnismenn og fleiri sem stunda blandaða bardagalist, m.a. Gunnar Nelsson sem flestir ættu að þekkja og vita hver er. Þess vegna er ekki hægt að hafa þau með í t.d. kjöri til Íþróttamanns ársins en mörgum fannst súrt í bragði að Annie Mist Þórisdóttir sem varð hvorki meira né minna en heimsmeistari í Crossfit hafi ekki verið valin íþróttamaður ársins síðast, að Heiðari Helgusyni, (snillingnum) Ásdísi Hjálmsdóttur, Jakobi Erni Sigurðarsyni og fleirum ólöstuðum.

Svar mitt við því (aftur á Facebook) var:

OK!
Þá verður að byrja á ÍSÍ, arka þangað nokkur hundruð saman, með ketilbjöllur og fleiri crossfitgræjur, fá Mjölnisgaurana (og skvísurnar) með, í gi eða no gi, niður eftir með Nelsoninn í fylkingarbrjósti, hlaða öllu draslinu á borðið, stilla sér upp og spyrja svo kurteisislega...


mbl.is Dætur Íslands öflugar í CrossFit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Á Íslandi er skák talin til íþrótta en ekki Lúdó. Það er svo margt skrýtið á Íslandi.

corvus corax, 20.3.2012 kl. 12:03

2 identicon

Ég hélt að áfengisdrykkja væri þjóðaríþrótt Íslendinga. Að sama skapi minnti mig að skuldasúpa væri þjóðarréttur Íslendinga.

Þ. Ari (IP-tala skráð) 20.3.2012 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband