Bannað að banna bankabónusa og brottkast...

Áætlað að það séu hátt í 30.000.000.000 kíló sem einfaldlega er hent í sjóinn árlega, sem er að mestu eða öllu leyti ætur fiskur.

Oftast er um helmingur þyngdar fisksins kjöt.

Það segir okkur að hátt í fimmtán milljörðum kílógramma af mat (fiskikjöti) er HENT! árlega...

Fiscus-throwingNúna eru um 7.024.243.000 einstaklingar í heiminum sem gerir hátt um 2 kg af fiskikjöti sem hent er fyrir hvern jarðarbúa á ári. Væri þetta nýtt til fæðu mætti líklega draga talsvert úr þessum 25.000 dauðsföllum vegna hungurs sem eiga sér stað á hverjum einasta degi, allt árið um kring.

Cree Indíánarnir sögðu að einungis þegar búið væri að höggva síðasta tréð, eitra síðustu ána, og veiða síðsata fiskinn myndi hvíti maðurinn átta sig á því að peningar eru ekki ætir?

En hvað með hlutabréf, skyldu þau frekar vera æt, er það kannski lausnin, ætir peningar og hlutabréf?

Bara ef hægt væri að nýta allan þennan fisk? Því eins og staðan er í dag er í gangi tvenns konar fiskeldi, beint og óbeint (brottkast). Mikið hefur verið gagnrýnt hversu mikið þarf af fóðri til þess að framleiða eitt kíló af kjöti, hvort sem um er rætt fiskikjöt í beinu fiskeldi, nauta- svínakjöt eða álíka. Þar fyrir utan verður "kjarnfóðurs"-, hvað þá "maís bauna"kjötið mun óhollara vegna "rangrar" samsetningar fitusýra í eldiskjöti sem er með of hátt hlutfall ómega-6 (getur beinlínis stuðlað að sjúkdómum sem oft eru kallaðir velmegunarsjúkdómar) á móts við náttúrulegt kjöt sem er með hærra hlutfall af ómega-3 og stuðlar frekar að heilbrigði okkar.

Í sumum tilfellum er þetta þó skárra á Íslandi en víða annarsstaðar þar sem við notum eitthvað af fiskimjöli í fóðrið.

Reyndar er forvitnilegt að mörgum þykir "náttúrulegt" kjöt ekki eins gott á bragðið og "verksmiðjuframleitt" Mörgum þykir of sterkt bragð af því.

Kannski ekki skrítið þar sem búið er að "verksmiðjuframleiða" margar af væntingum okkar, eins og til dæmis þessi fína tölva sem ég er að skrifa þetta á, hún gæti verið ódýrari (reyndar mun dýrari líka) en það er bara svo GAMAN að eiga eitthvað fínt og flott!

En tvímælalaust væri betra ef hægt væri að dreifa alla vega einhverju af öllum þessum brottkastsfiski til þeirra sem eiga hvorki fína tölvur né nokkurn mat að borða, upp að því marki að það dregur þau (öll 25.000 manns á dag) til dauða. Væri til dæmis hægt að taka þetta framhjá kvóta? En hver ætti þá að dreifa þessu? Minnir mann svolítið á dreifingu auðsins og meira að segja aðra kafla úr mannkynssögunni eins og Martin Niemöller minnir okkur á:

First they came for the communists,
and I didn't speak out because I wasn't a communist.     

Then they came for the trade unionists,    
and I didn't speak out because I wasn't a trade unionist.     

Then they came for the Jews,    
and I didn't speak out because I wasn't a Jew.     

Then they came for me    
and there was no one left to speak out for me.

Ábyrgðadreifing (Diffusion of responsibility) er að verða eitt af helstu meinum hins vestræna heims. Þó einhver "handföng" séu til þess að "toga í", s.s. hjálparstofnun kirknanna, þá hefur fólk ekki fulla trú á þeim þar sem tíðrætt er um spillingu nær endastöðinni í formi þess að stór hluti fjármunanna endi í höndum spilltra stjórnmálamanna, ýmissa erindreka og jafnvel stríðsherra.

Kannski ekki skrítið að boð- og efnaskiptavillur (s.s. áunnin sykursýki) séu í auknum mæli að gera út um mannskepnuna því það endurspeglar að mörgu leyti tilveru okkar. Ein af mörgum birtingarmyndum þess er ábyrgðardreifing. Við tökum mörg ekki einu sinni ábyrgð á okkur sjálfum (sbr. heilsurækt; FYRST andleg, svo líkamleg) en kennum þjóðfélaginu um eða finnum einhvern hentugan blóraböggul til þess að kenna um.

Í staðinn fellum við hvert heimsmetið á fætur öðru í lyfjaneyslu, kannski ekki skrítið eftir allt saman að við skulum mælast ein af hamingjusömustu þjóðum í heiminum?

En við eigum alla vega nóg að bíta og brenna, það er hverjum manni augljóst og rétt að njóta þeirra forréttinda í botn, að búa í landi þar sem göfug norræn velferðarstjórn ríður rækjum.


mbl.is Vilja ekki bann við brottkasti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband