Ósýnilega höndin?

Undanfarinn rétt rúman sólarhring hafa birst tvær fréttir varðandi Björgunarsjóð Evrópusambandsins sem segja meira en mörg önnur orð.


Fyrst í gærmorgun (klukkan 07:22) kom frétt þar sem gefið var í skyn að björgunarsjóðurinn yrði ríflega fjórfaldaður:

Viðbrögin létur ekki á sér standa, hlutabréf um Evrópu ruku upp (7.7% sumsstaðar) en svo, merkilegt nok birtist önnur frétt í gærkvöldi (18:51) þar sem útskýrt var að hin fyrri hefði aðeins verið ORÐRÓMUR!

Það er greinilegt að áróðursmaskínurnar eru orðnar vel smurðar...

Skil samt ekki hvaðan þeir hafa tölurnar: björgunarsjóður svæðisins verði stækkaður upp í allt að 2.000 milljarða evra eða rúmlega fjórföld stærð hans. Þegar segir í fréttinni þar sem orðrómurinn er dreginn til baka: Markaðurinn túlkaði það sem svo að auka ætti fjármagn (hvernig verður þetta að 2.000 milljörðum evra?) sem sjóðurinn hefði til umráða en talsmaður Rehn hefur dregið úr þeim skilningi?...

Þessir kallar virðast geta handstýrt hagkerfinu — Er þetta kannski "ósýnilega höndin" sem Adam Smith minntist á?

"Markaðurinn" leyfir skrifræðismekanismanum að ljúga að sér því sem markaðurinn vill heyra...

Hækkun hlutabréfanna er rakin til vaxandi væntinga um að leiðtogar ríkja á evrusvæðinu og Alþjóðagjaldeyrissjóður nái samkomulagi um víðtækar aðgerðir til að leysa skuldavandann i evrulöndunum.

Hversu stór hluti af þessum víðtæku aðgerðum er að ljúga markaðina upp og hversu raunhæf lausn er það á skuldavandanum? 


mbl.is Hlutabréf hækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband